Aðgengi ferðamanna bætt við Gullfoss

Nýi stiginn sést hér til hægri á myndinni og er …
Nýi stiginn sést hér til hægri á myndinni og er nú búið að taka hann í notkun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferðamenn eru nú byrjaðir að ganga um nýja stigann við Gullfoss, einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Er greint frá þessu á heimasíðu Umhverfisstofnunar, en stofnunin hefur umsjá með náttúruperlunni.

Lárus Kjartansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og umsjónarmaður með Gullfossi og Geysi, segir að framkvæmdin hafi verið brýn.

„Hún bæti þjónustustig þar sem gamli stiginn hafi verið slitinn og illa farinn,“ segir í áðurnefndri tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þá bendir Lárus einnig á að þótt búið sé að opna fyrir umferð um stigann sé framkvæmdinni enn ólokið í þeim skilningi að enn eigi eftir að ganga frá jarðvegi og græða upp rask vegna framkvæmdarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert