Góður afli á strandveiðum

Vænir þorskar koma á handfæri strandveiðimanna.
Vænir þorskar koma á handfæri strandveiðimanna. mbl.is/Þorgeir

„Almennt hefur aflinn verið góður. Það kemur á óvart hvað hann er góður fyrir norðan og austan því maí er oft lélegur þar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um strandveiðarnar.

Fiskistofa lokaði fyrir veiðar á svæði A frá og með þriðjudegi vegna þess að hámarki mánaðarins var þá náð. Svæði A nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði að Ströndum og er um helmingur strandveiðibátanna við veiðar á því svæði. Veiðidagarnir þar urðu 13, sem er þremur fleira en á síðasta ári. Örn segir útlit fyrir að strandveiðibátar á hinum svæðunum geti róið út mánuðinn.

Það setur strik í reikninginn hvað fiskverð er lágt. Örn segir að í því felist mikil tekjuskerðing fyrir sjómenn. „Það eru mikil gæði í þessum fiski og sárgrætilegt að verðið sé ekki hærra,“ segir Örn. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert