Sigmar og Þóra hætta

Sigmar og Þóra tilkynntu í þættinum í kvöld að þau …
Sigmar og Þóra tilkynntu í þættinum í kvöld að þau væru hætt. ljósmynd/RÚV

Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir, sem hafa stýrt Útsvarinu síðustu tíu ár, eru hætt sem stjórnendur þáttarins. Þetta tilkynntu þau í lok úrslitaþáttarins í kvöld. Sögðu þau þó að Útsvarið yrði eflaust á sínum stað áfram en mögulega í breyttri mynd.

Fjarðabyggð vann Útsvarið í kvöld en liðið lagði lið Akraness í úrslitaþættinum. Lokatölur í þættinum voru 65-38, en Fjarðabyggð tók fram úr Akranesi í orðaruglinu og lét forystuna aldrei af hendi.

Sigurlaunin afhenti Ómar Ragnarsson, en um er að ræða hina svokölluðu Ómarsbjöllu sem kennd er við hann. Þá afhenti hann Sigmari og Þóru mynd sem Halldór Baldursson hafði teiknað af þeim í kveðjugjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert