Tillit skortir í umferðinni

Heiðar Snær Rögnvaldsson.
Heiðar Snær Rögnvaldsson.

Heiðar Snær Rögnvaldsson, ungur hjólreiðagarpur, lenti nýverið í því að fipast á reiðhjóli sínu og falla í jörðina vegna glannaaksturs ökumanns. Hann slapp með minniháttar meiðsl eftir fallið, en ökumaður bifreiðarinnar stakk hins vegar af.

„Ég var á hringtorgi við Olís í Norðlingaholti þegar bíll fipar mig með þeim afleiðingum að ég flýg á hausinn,“ segir Heiðar. Ökumaður bílsins flúði af vettvangi, en Heiðar segist í Morgunblaðinu í dag ekki vita hvort um viljaverk hafi verið að ræða eða ekki.

Heiðar hefur stundað hjólreiðaíþróttina í rúm þrjú ár, en nýlega skrifaði hann undir samning við danskt keppnislið. „Ég flyt til Danmerkur í ágúst þar sem ég mun geta einbeitt mér alfarið að því að æfa,“ segir Heiðar sem vonast til þess að skrefið út muni opna á stærri tækifæri fyrir sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert