Ræða um verðlagið í Costco

mbl.is/Ófeigur

Mikill fólksfjöldi hefur komið í verslun Costco í Garðabæ frá því að hún opnaði á þriðjudaginn og virðist ekkert lát vera á því. Bílaumferðin í nágrenni verslunarinnar hefur verið slík að íbúar á svæðinu sem þurfa að nota sömu vegi og liggja þarna að hafa varla komist heim til sín.

Ljóst er að áhuginn á Costco er ekki mikið minni á netinu. Þannig er mikill fjöldi manns í hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð“ á samfélagsvefnum Facebook þar sem fólk skiptist á upplýsingum um verðlag í Costco á Íslandi og þar á meðal myndum af vörum í versluninni. Þegar þessi frétt er rituð eru rúmlega 45 þúsund manns skráðir í hópinn.

Margir stunda þar verðsamanburð og aðrir spyrja hvort ákveðnar vörur fáist í versluninni. Landsbyggðarmaður spyr hvort ekki verði í boði netverslun fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Þá er sömuleiðis skipst á praktískum upplýsingum vegna kaupa í versluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert