Ástandið verra

Ungmenni við sumarstörf í Kópavogi.
Ungmenni við sumarstörf í Kópavogi. Ljósmynd/Kópavogsbær

Mörg erlend ungmenni koma hingað til lands til starfsnáms. Þau vinna aðallega við ferðaþjónustu, á gisti- og veitingastöðum og einnig hjá bændum. Störfin eru ólaunuð en ungmennin fá fæði og húsnæði og þurfa að fá uppáskrift vinnuveitanda um að hafa verið hér í starfsnáminu.

Í mörgum tilvikum ganga starfsnemarnir í almenn störf án þess að vera tryggðir og njóta almennra réttinda á vinnumarkaði. Heldur hefur dregið úr því að erlend ungmenni vinni hér sem sjálfboðaliðar á almennum vinnumarkaði.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að verkalýðshreyfingin gerði talsverðan skurk í því í fyrrasumar að reyna að leiðrétta stöðu útlendra sjálfboðaliða og starfsnema á vinnumarkaði og er enn að því, að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert