Hátt verð á íslenskum frímerkjum

Íslensk frímerki eru eftirsótt.
Íslensk frímerki eru eftirsótt.

Frímerkjaefni frá Íslandi hefur verið selt fyrir um 157 milljónir króna hjá sænska uppboðshúsinu Postiljonen AB í Malmö á síðustu mánuðum.

„Verð hefur aldrei verið jafnhátt á íslenskum frímerkjum,“ segir Steinar Eyþórsson hjá uppboðshúsinu og getur þess um leið að um sérstæða safngripi hafi verið að ræða.

Íslensku frímerkin sem seld eru á uppboðum koma ýmist frá Íslandi eða frá norrænum söfnurum. Íslenskir safnarar hafa keypt mörg íslensku frímerkjanna sem boðin hafa verið upp hjá Postiljonen og þar með ratað til heimalandsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert