Nær ekkert af makríl

Lítið fannst af makríl í leiðangrinum.
Lítið fannst af makríl í leiðangrinum. mbl.is/Árni Sæberg

Auk rannsókna á norsk-íslensku síldinni var magn kolmunna austur og norðaustur af landinu metið í leiðangri Árna Friðrikssonar. Þá voru gerðar umfangsmiklar mælingar til að kanna ástand hafsins og vistkerfisins, m.a. með rannsóknum á magni átustofna.

Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna, svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Kolmunninn var blandaður að stærð en var öllu smærri norðar.

Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum, en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert