Jón Ásgeir svarar Grími Grímssyni

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson segir gögn sem hann leggur fram á heimasíðu sinni sýna fram á óheiðarleika Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og áður lögreglumanns hjá embætti sérstaks saksóknara. Svarar hann þar með orðum Gríms í viðtali á Rás 2 um helgina þar sem Grímur sagðist ósáttur með að vera sagður óheiðarlegur.

Jón Ásgeir hafði eftir dóm í Aurum-holding málsinu svokallaða sakað Grím um óheiðarleika í grein í Fréttablaðinu. Sagði hann bæði Grím og Svein Ingiberg Magnússon, sem unnu að rannsókn málsins, um að leyna gögnum sem væru mikilvæg fyrir sakborninga. 

Í nýrri færslu á heimasíðu sinni vísar Jón Ásgeir meðal annars í ýmiskonar áreiðanleikakannanir og önnur gögn sem gerð voru í tengslum við fyrirhuguð kaup félagsins Damas á 30% hlut í Aurum á sínum tíma. Þá vísar hann einnig í tvö verðmöt sem Kaupþing gerði á Aurum og einu sem gert var af starfsmanni Glitnis. Við aðalmeðferð málsins töldu verjendur þessi skjöl mjög mikilvæg til að sýna fram á sakleysi skjólstæðinga sinna, en saksóknari taldi þau ekki mikilvæg.

Grímur Grímsson, lögreglumaður.
Grímur Grímsson, lögreglumaður. mbl.is/Árni Sæberg

mbl.is hefur fjallað ítarlega um Aurum-holding málið undanfarin ár, en þar er meðal annars nokkrum sinnum fjallað um umrædd gögn:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert