Jón Höskuldsson, einn þeirra sem dómnefnd tilnefndi sem dómara við Landsrétt, en Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra skipti út af listanum, segir ráðherra hafa farið á skjön við sínar eigin röksemdarfærslur við skipan dómara. Þetta kemur fram í andmælabréfi sem hann sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sigríður færði meðal annars þau rök fyrir breytingum á listanum, að hún teldi dómarana þurfa að hafa meiri reynslu af dómarastörfum. RÚV greindi frá.
Jón segir í bréfi sínu að hann hafi starfað jafnlengi, upp á dag, sem héraðsdómari og annar einstaklingur sem ráðherra setti á sinn lista. Jón var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjaness árið 2010. Það sé því ekki hægt að segja að hann hafi minni reynslu af dómarastörfum og sá einstaklingur og Sigríður tilnefndi.
Jón bendir jafnframt á að tveir þeirra dómara sem voru á lista dómanefndarinnar hafi enga reynslu af dómarastörfum, en Sigríður hafi ekki skipt þeim út. Einn sem hún færði ekki upp í sinn 15 manna hópi hafi hins vegar 27 ára á reynslu.
„Það leiði hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns.
Alþingi samþykkti rétt fyrir sjö í kvöld tillögur dómsmálaráðherra um skipan 15 dómara við Landsrétt.