Ekki endilega við dreifikerfið að sakast

Sumarhúsið í Skorradal varð alelda.
Sumarhúsið í Skorradal varð alelda. mbl.is/​Pét­ur Davíðsson

„Við vitum ekki hvort þetta sé tilviljun eða ekki. Það er oft erfitt að finna orsökina þegar að allt er brunnið niður,“ segir Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggis hjá Mannvirkjastofnun. 

Greint var frá því á mbl.is á fimmtudag að eldur hefði kviknað í sumarhúsi í Skorradal og er talið að eldsupptökin hafi verið í rafmagnspotti. Þetta er þriðja skipti á innan við einu ári sem rafmagnspottar valda bruna í Skorradal.

 „Uppi eru hugmyndir um hvort dreifikerfið sé veikt sem gæti valdið skammhlaupi en við þekkjum ekki þess dæmi. Það er ekki hægt að útiloka slíkt en þegar spennan rýkur upp úr öllu valdi og fer niður þá er ættu fleiri tæki að lenda í þessu, ekki bara eitt,“ segir Jóhann. 

Mannvirkjastofnun veitir aðstoð við rannsókn málsins en Jóhann er ekki bjartsýnn á að hægt sé að draga afgerandi ályktun um eldsupptökin þegar allt hafi brunnið niður. Stofnunin muni hafa samband við innflytjendur pottanna til að athuga hvort þeir uppfylli reglugerðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert