Býst við að heyra frá Silicor Materials

Sólarkísilverksmiðja átti að rísa á lóðinni austan við álverið.
Sólarkísilverksmiðja átti að rísa á lóðinni austan við álverið. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum verið að fylgjast með þessu í rólegheitum og áttað okkur á því að þetta hafði tafist og myndi tefjast. Það var ýmislegt í kortunum sem benti til þess,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar um áform fyrirtækisins Silicor Mater­ials að hægja á uppbyggingu. 

Hægja á und­ir­bún­ingi sól­arkís­il­vers á Grund­ar­tanga

Sillicor Materials tilkynnti í gær að hægt yrði á verk­efn­isþró­un­ar­vinnu og bygg­ingaráform­um verði seinkað. Helstu ástæður fyr­ir seink­un­inni eru sagðar vera taf­ir á fjár­mögn­un ann­ars áfanga verk­efn­is­ins. Skúli segist ekki átta sig á því hvort af verði af áformunum þegar upp er staðið eða ekki. 

„Eflaust er þetta þannig að það geti brugðið til beggja vona en ég veit ekki annað en að þeir séu að vinna að áformum sínum. En svona liggur þetta núna.“

Hann á von á því að fyrirtækið tilkynni sveitarstjórn ákvörðunina með einhverjum hætti á næstunni. 

„Þetta er ekki afgreiðslumál hjá okkur en ég býst við að þeir muni kynna okkur þetta með formlegum hætti, eiga með okkur fund eða slíkt eða senda okkur upplýsingar.“

Þá segir hann að ákvörðun Silicor Materials hafi ekki áhrif á áætlanir sveitarfélagsins og að enginn marktækur kostnaður hafi fallið til af hálfu þess vegna verkefnisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert