Maður látinn eftir líkamsárás

Sérsveitin á vettvangi í kvöld.
Sérsveitin á vettvangi í kvöld. mbl.is/Ófeigur

Maður er látinn eftir að ráðist var á hann í Mosfellsdal. Mikill viðbúnaður lögreglu hefur verið á vettvangi í kvöld og var sérsveitin kölluð út, eins og mbl.is hefur greint frá.

Greint er frá því að maðurinn hafi látist á fréttavef RÚV, þar sem heimildir eru sagðar herma að málið tengist handrukkun. Þá hafi sex manns verið handteknir.

Lögreglan hefur varist allra fregna, en samkvæmt upplýsingum mbl.is er von á tilkynningu frá lögreglu um málið síðar í kvöld.

„Við erum að rann­saka þarna mjög al­var­legt mál, al­var­lega lík­ams­árás. Það hafa verið hand­tekn­ir menn í tengsl­um við það,“ sagði Grím­ur Gríms­son, yf­ir­maður miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar, í sam­tali við mbl.is fyrr í kvöld.

Frá aðgerðum sérsveitarinnar í kvöld.
Frá aðgerðum sérsveitarinnar í kvöld. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert