Nýtt hverfi rís í Helgafellslandi

mbl.is/Björn Jóhann

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Helgafellslandi í Mosfellsbæ. Fullbyggt verða 1.100 íbúðir í hverfinu og eru 600 þeirra annað hvort í uppbyggingu eða hafa verið teknar í notkun. Þar af hafa um 150 verið teknar í notkun. Uppbygging síðustu ár hefur verið mjög hröð og er reiknað með að henni ljúki á næstu 5 til 7 árum.

Áætlað er að íbúar í hverfinu verði um 3.000 manns. Undirbúningur skólabyggingar er hafinn í Helgafellshverfi og er áætlað að hún verði tekin í notkun skólaárið 2018-2019. Að sögn íbúa í Helgafellslandi vantar ennþá upp á almenningssamgöngur í nýja hverfinu en 1,7 km eru í næstu strætóstoppistöð samkvæmt Google maps. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að áætlað sé að strætósamgöngur hefjist í haust. Ekki hafi verið tímabært að það gerðist fyrr.

Þá bera allar göturnar í hverfinu nöfn úr bókum nóbelsskáldsins Halldórs Laxness að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert