Stigi fór utan í flugvél WOW air

Flugvél frá WOW Air.
Flugvél frá WOW Air. Ljósmynd/WOW air

Stigi frá þjónustuaðila WOW air, Iceland Accociates, fór utan í væng á flugvél flugfélagsins um síðustu helgi með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á henni.

Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, er vélin við það að komast í lag. 

„Það er ekki gaman að lenda í þessu,“ segir hún, spurð hvort tjónið hafi verið mikið.

Hún bætir við að óhappið hafi ekki haft áhrif á áætlunarkerfi WOW air því hægt var að nýta aðrar vélar í staðinn.

Um klukkustundar seinkun varð á flugi vélarinnar þegar flytja þurfti farþegana sem þar voru inni yfir í aðra flugvél.

Skemmst er að minnast annars óhapps í apríl síðastliðnum þegar farangursvagn fauk á flugvél WOW air. Vagninn var á vegum þjónustufyrirtækis Icelandair, IGS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert