Íbúar stöðvuðu framkvæmdir við göngu- og hjólastíg

Lögreglan var kölluð til af íbúum svæðisins sem krefjast þess …
Lögreglan var kölluð til af íbúum svæðisins sem krefjast þess að framkvæmdir séu stoppaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúar við Rauðagerði efndu til mótmæla við framkvæmdarsvæði fyrirhugaðs hjóla- og göngustígs við Rauðagerði og Miklubraut snemma í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Vinnueftirlit var kallað til en með mótmælunum tókst íbúum að stöðva framkvæmdina. Þegar verktakar mættu í morgun höfðu íbúarnir lagt bílum fyrir vinnusvæðið og tókst þannig að stöðva verktakanna og kalla á lögregluna.

„Við höfum margoft komið á framfæri kvörtunum okkar við Reykjavíkurborg en ekkert verið hlustað. Við höfum verið með útrétta sáttarhönd síðan þessar framkvæmdir hófust og lagt til að viðundandi lausn verði fundin fyrir alla aðila,“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, talsmaður íbúanna.

Leggja átti nýjan göngu- og hjólastíg.
Leggja átti nýjan göngu- og hjólastíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íbúum á svæðinu hefur tekist að stöðva framkvæmdina en áður fengu þeir mánaðarfrest til að koma á framfæri hugmyndum sínum við Reykjavíkurborg. Ásamt því að leggja göngu- og hjólastíg ráðgerir Reykjavíkurborg bæta við strætóakrein, reisa hljóðmön og hefja framkvæmdir í tengslum við Borgarlínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert