Aukinn viðbúnaður á Solstice

Lögreglan gengur um svæðið á Solstice-hátíðinni.
Lögreglan gengur um svæðið á Solstice-hátíðinni. mbl.is/Hanna

Viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem hófst í Laugardalnum í dag er meiri en hann hann var í fyrra. Tveir sjúkrabílar verða staðsettir þar allan tímann, auk þess sem svokallaðar stjórnendavaktir eru þar með tveimur slökkviliðsmönnum. Þeir munu halda til í sérstöku skipulags- og eftirlitstjaldi ásamt lögreglumönnum.

Á hátíðinni í fyrra voru engir fastir sjúkrabílar á svæðinu.

Lögreglubíll á svæðinu.
Lögreglubíll á svæðinu. mbl.is/Hanna

„Við sjáum um öryggismál á meðan á þessu stendur og það á allt að vera eins og best verður á kosið miðað við íslenskan mælikvarða,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins.

Stemningin á hátíðinni hefur verið góð í kvöld.
Stemningin á hátíðinni hefur verið góð í kvöld. mbl.is/Hanna

Sveinn Rúnar Einarsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segist ekki vita hversu margir lögreglumenn eru á svæðinu. Hann bætir við að ekkert hafi borið á vopnuðum sérsveitarmönnum en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að sérsveitarmenn beri skotvopn á fjöldasamkomum hérlendis í sumar, þar á meðal á Solstice-hátíðinni.

„Við vinnum mjög náið með lögreglunni og við getum ekki skipt okkur að þeirra aðgerðaráætlunum. Við fylgjum þeirri línu sem þeir leggja,“ segir Sveinn Rúnar.

mbl.is/Hanna

Sólin mætti strax til leiks

Búist er við yfir tuttugu þúsund manns á hátíðina í ár. Sveinn segir að fyrstu klukkustundirnar hafi gengið „brjálæðislega vel“.  „Sólin kom um leið og við opnuðum svæðið og það ýtir undir góða stemningu. Allt skipulag hefur gengið vonum framar og bæði sjálfboðaliðar og starfsmenn hafa unnið hörðum höndum.“

Sjúkrabíll til taks á Solstice.
Sjúkrabíll til taks á Solstice. mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
Helgi Björns uppi á sviði með SSSól.
Helgi Björns uppi á sviði með SSSól. mbl.is/Hanna
Þórunn Antonía.
Þórunn Antonía. mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert