Fjórir fjallabílar búnir til úr átta

Ice Explorer leggur mesta áherslu á ferðir til að skoða …
Ice Explorer leggur mesta áherslu á ferðir til að skoða íshella. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þröstur Þór Ágústsson og samstarfsmenn hans á Hornafirði hífa jökla- og íshellaferðir með ferðafólk upp á næsta stig með nýjum bílum sem teknir hafa verið í notkun. Það eru ofur-fjallabílar þar sem hver bíll er smíðaður úr tveimur og er með aukahluti úr þeim þriðja. Honum er ekið á 54 tommu dekkjum.

Tveir af breyttu bílunum hjá fyrirtæki Þrastar, Ice Explorer, eru komnir á götuna. Sá fyrri var notaður frá áramótum og fram á vor í íshellaferðir á Vatnajökli og nú eru báðir notaðir í jöklaferðir á Skálafellsjökul sem Ice Explorer er að byrja með. Ferðirnir eru farnar frá Flatey á Mýrum þar sem þrjú ferðaþjónustufyrirtæki hafa fengið aðstöðu í nýju glæsilegu fjósi.

„Þeir hafa reynst mjög vel. Ekkert hefur bilað og fólki finnst spennandi að sitja í þessum bílum. Þeir fara líka betur með farþegana,“ segir Þröstur.

Þröstur Þór Ágústsson.
Þröstur Þór Ágústsson. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fer vel með farþega

Þröstur hóf rekstur ferðaþjónustufyrirtækis síns fyrir sex árum og á það nú með Einari Birni Einarssyni, eiganda Ferðaþjónustunnar Jökulsárlóni.

Hann gerði út gamla Ford Econoline-bíla og Mercedes Benz Sprinter. Fordarnir eru orðnir gamlir og bila mikið og Sprinterinn reyndist ekki vel, að sögn hans.

„Við fórum yfir kosti og galla við þá bíla sem við höfum notað og fórum í reynslubankann til að smíða nýjan bíl,“ segir Þröstur. Hann fór til Bandaríkjanna í apríl á síðasta ári til að kaupa bíla og eftir mikla leit kom hann heim með fjóra Chevrolet Kodiac-pallbíla og fjóra Chevrolet-sendibíla. Úr þeim er verið að smíða fjóra bíla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert