16 fíkniefnamál á 8 tímum

Úr Laugardalnum um helgina.
Úr Laugardalnum um helgina. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði sextán fíkniefnamál í Laugardalnum á rúmum átta tímum í gær, frá því klukkan 18:30 til klukkan 2:55 í nótt. 

Rúmlega tvö í nótt var ekið á kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði við Laugardalshöll en sá sem ók bifreiðinni ók á brott. Hann var hins vegar  handtekinn skömmu síðar grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Hann var að lokinni sýnatöku vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Tveir ökumenn voru síðan stöðvaðir í Laugardalnum í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis, annar við Engjaveg en hinn við Reykjaveg.

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan för bifreiðar við Skútuvog en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan stöðvaði einnig för bifreiðar við Faxafen skömmu eftir miðnætti og er ökumaðurinn grunaður um  akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur á Grensásvegi skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglu fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu á vettvangi og reyndi  að hlaupa frá lögreglumönnum eftir að hann hafði verið stöðvaður en var handtekinn skömmu síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert