Ölfusárbrú opnuð og búið að ná bílnum

Maðurinn fór út af veginum norðan megin við brúnna.
Maðurinn fór út af veginum norðan megin við brúnna. Mynd/Guðmundur Karl

Búið er að opna Ölfusárbrú aftur eftir að henni var lokað vegna björgunaraðgerða á brúnni fyrr í morgun. Bíll, sem veitt var eftirför úr Reykjavík, lenti í ánni og var ökumanninum bjargað af þaki bílsins. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Einnig er búið að ná bílnum úr ánni.

Lögreglan hafði sett upp vegatálma á Ölfusárbrú vegna eftirfararinnar, en ökumaðurinn ók út af veginum norðan megin við brúna út í ána. Bíllinn lenti á grynningum í ánni en barst með straumnum undir brúna.

Maður­inn var með meðvit­und þegar hann kom á land, en hann komst af sjálfdáðum út úr bílnum og upp á þak bílsins, þaðan sem honum var bjargað.

Aðdrag­and­inn var sá að sér­sveit Rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu og lög­regl­an á Suður­landi veittu öku­tæki eft­ir­för úr Reykja­vík fyrr í morg­un, en eft­ir­för­inni lauk við Ölfusá. Bíl­inn lenti í ánni og björg­un­ar­sveit­ir voru kallaðar til aðstoðar á vett­vangi.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is tóku að minnsta kosti sjö lög­reglu­bíl­ar, tvö lög­reglu­mótor­hjól og tveir sjúkra­bíl­ar þátt í aðgerðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert