„Fylgjumst auðvitað mjög vel með“

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við sjáum ekki nein merki þess að það sé eitthvað í gangi fyrir utan þessa skjálfta,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is vegna jarðskjálftahrinu í austurbrún Kötluöskjunnar skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Stærsti skjálftinn var 3,6 að stærð en aðrir skjálftar hafa verið undir 3,0.

Frétt mbl.is: Skjálftahrina í Kötlu

„Við erum þannig ekki að sjá nein merki um væntanlegt gos eða eitthvað slíkt en við fylgjumst auðvitað mjög vel með þegar svona skjálftahrinur eru í gangi,“ segir Hildur enn fremur. Hún segir aðspurð að hrinur sem þessar eigi sér reglulega stað. Alla vega einu sinni í mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert