Kraftur í Hjólakrafti

Krakkarnir sem taka þátt í WOW Cyclothon á síðustu æfingu …
Krakkarnir sem taka þátt í WOW Cyclothon á síðustu æfingu sinni. Ljósmynd/Hörður Ragnarsson

Hjólaklúbburinn Hjólakraftur tekur aftur þátt í WOW Cyclothon í ár þar sem hjólað er í kring um Ísland með boðsveitarformi. Krakkarnir sem taka þátt eru á aldrinum 11-18 ára en alls taka þátt 110 manns í 11 liðum.

„Það er enginn öðrum betri og allir liðsmenn jafn mikilvægir“ segir Þorvaldur Daníelsson, forstöðumaður Hjólakrafts, um liðin sem keppa í ár. Þá segir hann áherslu þeirra ekki liggja í því að keppa við klukkuna eins og önnur lið keppninnar heldur snúist þetta fyrst og fremst um að sigrast á sjálfum sér. „Við leggjum upp úr því að allir taka sér á hendur verkefni, skuldbinda sig til þess að vera með og klára það sem þeir byrja á.“  

Hjólakraftur á æfingu fyrir WOW Cyclothon.
Hjólakraftur á æfingu fyrir WOW Cyclothon. Ljósmynd/Hörður Ragnarsson.

Þorvaldur segir æfingarnar hafa gengið rosalega vel. Tók hópurinn loka æfingu í búningunum á sunndaginn og er þetta myndarlegur hópur eins og sjá má á myndunum. 

Er þetta í þriðja skiptið sem Hjólakraftur tekur þátt í keppninni en árið 2014 unnu þau áheitakeppnina og fengu í verðlaun utanlandsferð frá WOW air sem þau nýttu til þess að fara í hjóleiðaferð til Frakklands. Í fyrra fór áheitasöfnun keppninnar fram til styrktar Hjólreiðakrafti en þá söfnuðust tæpar 12 milljónir.

Þorvaldur segir peninginn sem safnaðist hafa nýst vel í að halda starfi klúbbsins gangandi síðastliðið ár. Hjólakraftur er með starfssemi um allt land og felst mikill kostnaður í því að koma sér á milli staða. Farið er í Hagaskóla, Ingunnarskóla og Norðlingaskóla auk þess sem starfsemi er í  Gufunesi, Breiðholti, Siglunesi, Grindavík, Sandgerði og Garð, Árborg, Þingeyri, Akureyri og á Egilsstöðum. Þá hefur peningurinn nýst í að kaupa búninga á alla liðsm

Hjólakraftur leggur af stað í keppnina í dag en vegna veðurs hafa verið gerðar breytingar á rásmarki keppenda Hjólakrafts og í einstaklingsflokki. Samkvæmt nýrri áætlun mun keppnin hefjast frá Menntaskóla Borgarfjarðar á milli klukkan 16:00 og 18:00 eða strax og veður leyfir. Keppni A og B liða hefst á morgun samkvæmt áætlun frá Egilshöll en búist er við því að veðrið sé gengið yfir þá.

Hægt er að fylgjast með gengi Hjólakrafts í keppninni á heimasíðu WOW Cyclothon og á síðu Hjólakrafts á Facebook.

Hjólakraftur á æfingum
Hjólakraftur á æfingum Ljósmynd/Hörður Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert