Lið Zwift og CCP í forystu

Lið Zwift æfir hjólreiðar meðal annars heima í stofu. Chris …
Lið Zwift æfir hjólreiðar meðal annars heima í stofu. Chris Nicholls og Tom Harris eru fyrir miðju á myndinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keppendur í liðakeppni WOW Cyclothon voru heldur óheppnir með veður í nótt, en mikil rigning var frá Staðarskála til Akureyrar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru tvö lið í B-flokki í forystu, það eru lið Zwift og lið CCP sem eru komin við Mývatn. 

Að sögn Ágústs Arasonar, sem er í dómarabílnum, voru liðin tvö í samfloti með liði Tri & Cube og liði Orkunnar í gærkvöldi, en slitu sig undan þeim í nótt. Team Cannondale GÁP Elite leiða A-flokk en Team Cycleworks og Hópbíla Húna eru ekki langt undan.

Í einstaklingskeppninni heldur Peter Colijn mikilli forystu og er nú við Höfn á Hornafirði. Lið hjólakrafts eru ekki langt undan. Næsti maður í einstaklingskeppninni er Jakub Dvorak en hann er að nálgast Egilsstaði.

Um­ferð tafðist nokkuð um Hval­fjarðargöng í gærkvöldi þegar hjól­reiðafólkið átti þar leið um en allt mun þó hafa gengið vel fyr­ir sig. Þá hefur mótsstjórn tilkynnt að vegkaflinn frá Reykjadal að Goðafossi sé erfiður yfirferðar. Vegurinn sé grófur og vegaframkvæmdir séu í gangi.

Ágúst segir þó allt hafa gengið vel í keppninni fram að þessu. Hægt er að fylgj­ast með beinni út­send­ingu frá keppn­inni hér að neðan.

Haldið var af stað frá Egilshöll í gærkvöldi.
Haldið var af stað frá Egilshöll í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert