Spá nær tvöföldun á Ásbrú

Þessi teikning er sótt í drög Isavia að framtíðarsvæði við …
Þessi teikning er sótt í drög Isavia að framtíðarsvæði við Keflavíkurflugvöll. Skal tekið fram að þessi uppbygging kæmi til viðbótar þeirri uppbyggingu sem fulltrúar Kadeco sjá fyrir sér á svæðinu. Tölvuteikning Kadeeco

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, áætlar að árið 2022 muni 1.300 til 1.400 manns starfa á Ásbrúarsvæðinu, eða 500-600 fleiri en nú.

Þessi áætlun kemur í kjölfar uppfærðrar spár Isavia um 3.500 til 4.500 ný störf á Keflavíkurflugvelli 2017-2020. Áætlar Isavia að upp úr 2020 verði síðan til hundruð starfa á ári.

Gangi spárnar eftir munu því 5.000-6.000 störf verða til á tímabilinu frá 2017 til 2022 á atvinnusvæði þar sem búa um 26.000 manns.

Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, segir markmiðið að laða erlend fyrirtæki að Ásbrú. Þar njóti þau nálægðar við Keflavíkurflugvöll, sem hafi orðið tengingar við fleiri áfangastaði en nokkru sinni. Þaðan geti bandarísk fyrirtæki sótt inn á Evrópumarkað.

Kadeco áformar að byggja upp starfsemi í líftækni.

Kjartan Þór segir þá starfsemi verða svo umfangsmikla að flytja þurfi inn erlenda sérfræðinga.

Hann segir uppbygginguna á Ásbrú munu hafa víðtæk efnahagsáhrif. Erlendir fjárfestar komi með mikla þekkingu inn í atvinnulífið.

Hann segir áformað að stækka núverandi gagnaver á Ásbrú, ásamt því sem erlendir aðilar hafi hug á að byggja upp slíka starfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert