CCP marði sigur í B-keppni

Lið CCP varð fyrst í mark í B-keppni liða í …
Lið CCP varð fyrst í mark í B-keppni liða í WOW Cylot­hon hjól­reiðakeppn­inni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lið CCP varð fyrst í mark í B-keppni liða í WOW Cyclot­hon hjólreiðakeppninni en lið Zwift var um mínútu á eftir CCP í mark. 

Bætt við klukkan 8:12 - þrjú lið til viðbótar voru að koma í mark, lið TRI & Cube, Whale Safari og Orka.

Birgir Már Ragnarsson, úr liði CCP, segir liðin hafa verið í mikilli samvinnu alla keppnina og eiga þau því velgengninni að þakka. „Við vorum vel skipulagðir.“ Ingvar Ómasson, annar liðsmanna CCP segir það vera óvengjulegt að tvö lið séu samferða á endasprettinum. Yfirleitt sé það eitt lið sem er hjólar eitt síns liðs mestallt suðurlandið. 

Það var ekki fyrr en þá sem þeir ákváðu að allir samningar um samvinnu féllu úr gildi og að nú myndu þeir keppa sín á milli um fyrsta sætið. „Síðasta klukkutímann var þetta eins og í venjulegri götuhjólakeppni sem er 18 sinnum styttri,“ segir Ingvar. 

B-flokk­ur er fjöl­menn­asti flokk­ur keppn­inn­ar þar sem 1.100 hjól­reiðamenn taka þátt en í þriðja til fjórða sæti eru liðin Team Orka og Team TRI & Cube. Búast má við þeim í mark um áttaleytið.

WOW Cyclothon er einstakur viðburður og tækifæri til að upplifa eitthvað alveg nýtt. WOW Cyclothon sameinar stórbrotna náttúru Íslands, keppni, samkennd, þrautseigju og liðsvinnu á ótrúlegan hátt.

Birgir Már þakkar sigurinn frábæru liði og góðum liðsmönnum en CCP tók einnig þátt í keppninni í fyrra með góðum árangri. Með sigrinum sé langþráður draumur orðinn að veruleika. 

Í WOW Cyclothon er hægt að skrá sig til leiks í þremur flokkum. A-flokkur 4ra manna liða, B-flokkur 10 manna liða og einstaklingsflokkur. Auk þess er sérflokkur fyrir lið Hjólakrafts sem heldur utan um yngstu keppendur WOW Cyclothon.

Keppendur í WOW Cyclothon eru ekki einungis að keppast við að verða fyrstir til að hjóla hringinn heldur fer fram áheitasöfnun þeirra á milli þar sem lið keppast við að safna sem flestum áheitum til styrktar góðu málefni.

Lið CCP hefur einnig safnað mestu í keppni B-liða (tæplega 1,1 milljón króna) en liðsmenn eru eftirtaldir:

Birgir Már Ragnarsson

Ingvar Ómarsson

Emil Þór Guðmundsson

Matija Ilic

Stefán Guðmundsson

Sigurður Stefánsson

Michael Hurley

Marino Sigurjonsson

Nathan Guerra

Ágúst Rúnar Steindórsson

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Liðsmenn CCP.
Liðsmenn CCP. Af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert