Skyrpartý í Heiðmörk

Mjólkursamsalan kynnir nýtt alþjóðlegt vörumerki fyrir skyr, Ísey.
Mjólkursamsalan kynnir nýtt alþjóðlegt vörumerki fyrir skyr, Ísey. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísey-skyr er nýtt alþjóðlegt vörumerki fyr­ir ís­lenskt skyr sem Mjólkursamsalan kynnti með pomp og prakt undir berum himni í Heiðmörk í gær. Þar kom saman fjöldi viðskiptavina MS hér á landi til að samfagna starfsfólki ásamt erlendum samstarfsaðilum, blaðamönnum og matarbloggurum sem lögðu leið sína í Heiðmörk í gær. Hljómsveitir léku og gestir fengu að bragða á ýmsum skyrréttum. 

MS selur nú 100 milljónir skyrdósa erlendis og stefnir í tvöföldun þess á næstu árum þar sem skyrið er að komast inn á stóra markaði í Asíu og Eyjaálfu og á nýja markaði í Evrópu.

Það var margt um manninn í Heiðmörk.
Það var margt um manninn í Heiðmörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Skálað fyrir Ísey.
Skálað fyrir Ísey. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gestir fengu að bragða á ýmsum skyrréttum.
Gestir fengu að bragða á ýmsum skyrréttum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert