Svefnleysið fer með mann

„Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun. Helstu markmið náðust en liðið varð í 41. sæti og lauk hringnum á 43 klukkustundum 23 mínútum og 59 sekúndum.

mbl.is var við Hvaleyrarvatn í dag þar sem mikil stemning var þegar liðin komu í mark eitt af öðru. Í myndskeiðinu er rætt við liðsmenn VÍS um keppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert