Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi

Maður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að bíll hans fór nokkrar veltur við Bláfjallaafleggjara á Suðurlandsvegi í morgun. Maðurinn var einn í bílnum. Slysið varð rúmlega níu í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varð slysið á Sandskeiði, vestan við Bláfjallaafleggjara. 

Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. Sjúkrabílar og tveir dælubílar frá slökkviliðinu fóru á vettvang sem og lögreglan sem lokaði veginum og tryggði að sjúkraflutningamenn gætu athafnað sig. 

Slysið átti sér stað á vatnsverndarsvæði og er nú unnið að því að tryggja að olía leki ekki úr bílnum. Búast má við minniháttar umferðartöfum í einhvern tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert