Bjórflaska seld á 555 þúsund kr.

Sjómannabjórinn afhentur sjómanni ársins Ríkharði Zoëga.
Sjómannabjórinn afhentur sjómanni ársins Ríkharði Zoëga. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Flaska með 0,75 lítra af sjómannabjórnum Zoëga seldist á 555.000 krónur á uppboði á sjómannaballinu í Vestmannaeyjum nýlega. Kaupandinn var áhöfnin á Hugin VE og rann upphæðin til Krabbavarnar, að ósk Ríkharðs Zoëga Stefánssonar, kokks á Bergey VE 544, sem er sjómaður ársins í Eyjum.

Þetta var annað annað árið í röð sem brugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum framleiddi sérstakan sjómannabjór til heiðurs sjómönnum og fékk hann fékk nafnið Zoëga í höfuðið á sjómanni ársins.

Jóhann Guðmundsson, annar stofnenda The Brothers Brewery, segir að hann og Ríkharður hafi hjálpast að við framleiðslu á bjórnum. „Við hittumst og ákváðum að bjórinn í ár ætti að vera léttur, ljúfur og þægilegur. Rikki bruggaði síðan bjórinn undir minni handleiðslu.“

Jóhann segir Ríkharð verðskulda þessa nafnbót og þar sem hann er 57 ára gamall í ár var áfengisprósenta bjórsins ákveðin 5,7%. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert