Dregur úr úrkomu fyrir austan í kvöld

Ræsi við Garðarsveg á Seyðisfirði í gær.
Ræsi við Garðarsveg á Seyðisfirði í gær. Ljósmynd/Viðlagatryggingar Íslands

Rigna mun áfram á Austurlandi en hins vegar mun draga úr úrkomu þar í kvöld samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Hvað vind varðar verður áfram fremur hvasst fram á kvöld undir Vatnajökli austan Öræfa og geta hviður hæglega feykt léttum vögnum af vegi.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera annars ráð fyrir norðlægri átt, 8-15 metrum á sekúndu, en hvassari suðaustantil. Léttir til sunnan- og vestanlands. Skýjað og rigning verður með köflum norðanlands, en úrkomumeira á Austurlandi í kvöld. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. 

Norðaustlæg átt verður ríkjandi á morgun, yfirleitt 3-8 m/s. Skúrir norðaustantil og einnig sunnanlands en annars víða bjartviðri og líkur á síðdegisskúrum. Hiti verður á bilinu 7 til 17 stig, hlýjast um landið sunnanvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert