Sofið í stæði?

Kúkú Campers lagt í miðbæ Reykjavíkur.
Kúkú Campers lagt í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Erna Ýr Öldudóttir

Víða má sjá svokallaða „camper“-bíla sem hægt er að gista í og eru leigðir út til ferðamanna. En má leggja bílunum hvar sem er til að sofa í þeim?

„Við höfum engin völd til að reka fólk í burtu á camper-bílum og við ráðum því ekki hvort fólk sefur í bílunum sínum,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. „Við viljum bara að fólk leggi löglega og borgi fyrir gjaldskyld bílastæði, meira tökum við ekki að okkur,“ segir Kolbrún.

Ekki má gista í bílastæði

„Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða,“ segir í 10. gr. Reglugerðar um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007.

„Almennt er ekki leyfilegt að „fyrirberast“ í bílum og lít ég svo á að fólk megi ekki gista í bílum á almannafæri,“ segir Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en segir aðrar reglur gilda um einkalóðir og skipulögð þjónustusvæði. Guðbrandur telur þörf á að fjölga þeim vegna aukins álags af ferðamönnum en ekki síður fyrir almenning. Lögreglan bregðist ekki við nema fá tilkynningar og þá með því að ræða við fólk. Kærur séu sjaldgæfar en geti falið í sér sekt allt að 30 þúsund krónum segir Guðbrandur.

„Við segjum viðskiptavinum okkar að það sé einungis leyfilegt að gista á merktum tjaldsvæðum. Við látum þá fá bókina „Áningu“ þar sem merkt eru tjaldsvæði úti um allt land og brýnum fyrir þeim að nota þau en getum ekki gert meira eftir að þeir eru farnir frá okkur,“ segir Viktor Ólafsson, framkvæmdastjóri KúKú Campers, sem kannast ekki við að hafa fengið kvartanir yfir því að fólk sé að gista í bílum fyrirtækisins á almennum bílastæðum niðri í bæ. ernayr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert