Hundar sýndu sínar bestu hliðar

Tími fyrir sólbað.
Tími fyrir sólbað. mbl.is/Árni Sæberg

Veðrið lék við hunda og menn á túninu við Reiðhöll Fáks í Víðidal um helgina er fram fór þreföld hundasýning. Yfir 1.400 hundar voru skráðir til keppni og af 94 tegundum. Átta dómarar frá sjö löndum voru mættir á svæðið og skoðuðu m.a. feld, tennur og skapgerð hundanna og gáfu þeim einkunn. 

Sýningin byrjaði á föstudag með hvolpasýningu. Þar kepptu 138 hvolpar af 36 tegundum. Í gær, laugardag, fór fram Reykjavík Winner-sýningin þar sem bestu hundar tegundar og bestu hundar af gagnstæðu kyni í tegund fengu nafnbótina RW-17.

Í dag fór svo alþjóðlega sýningin fram. Á hana mættu um 1.300 hundar til leiks.

Það var líf og fjör á túninu í Víðidal er ljósmyndari mbl.is mætti á svæðið. 

Dómari skoðar feld, augu og tennur eins keppandans.
Dómari skoðar feld, augu og tennur eins keppandans. mbl.is/Árni Sæberg
Þessi er síðhærður og sætur.
Þessi er síðhærður og sætur. mbl.is/Árni Sæberg
Labradorarnir voru hressir.
Labradorarnir voru hressir. mbl.is/Árni Sæberg
Beðið eftir að komast í hringinn og hlaupa fyrir dómarann.
Beðið eftir að komast í hringinn og hlaupa fyrir dómarann. mbl.is/Árni Sæberg
Þessi hópur var stilltur.
Þessi hópur var stilltur. mbl.is/Árni Sæberg
Þessi pug sýndi hvað í honum býr.
Þessi pug sýndi hvað í honum býr. mbl.is/Árni Sæberg
Hvíldarstund.
Hvíldarstund. mbl.is/Árni Sæberg
Síður og glansandi feldur.
Síður og glansandi feldur. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert