Talsvert slasaður eftir bifhjólaslys

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn á slysstað og flutti á Landspítalann.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn á slysstað og flutti á Landspítalann. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið störfum á vettvangi vélhjólaslyss sem varð á Bræðratunguvegi, milli Reykholts og Flúða, síðdegis í dag. Vélhjólamaður missti stjórn á hjóli sínu með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. Lögregla var komin á vettvang um fimmtán mínútum eftir að tilkynning barst um slysið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð til og var maðurinn fluttur með henni á Landspítalann í Fossvogi.

Slysið varð um klukkan hálffjögur í dag og var þyrlan lent við Landspítalann fyrir klukkan fimm. Lögregla var að störfum á vettvangi fram á mitt kvöld, en rannsóknarteymi frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvanginn.

Maðurinn er 45 ára gamall og er talsvert slasaður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, en hann er þó ekki í lífshættu. Engan annan sakaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert