Reiðhjólaslys og bílvelta á Vesturlandi

Frá aðgerðum Landhelgisgæslunnar á Snæfellsnesi.
Frá aðgerðum Landhelgisgæslunnar á Snæfellsnesi. Ljósmynd/Whitney Warren Schwab

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegisbil í gær til að flytja slasaðan hjólreiðamann sem staðsettur var á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Maðurinn hafði rekist á annan hjólreiðarmann daginn áður, fallið í götuna og fengið höfuðhögg. Hann hélt til í tjaldi um nóttina og byrjaði svo að kasta upp. Var því ákveðið að kalla til þyrlu til að flytja manninn á slysadeild.

Þá varð bílvelta á Vesturlandsvegi við Baulu um hádegisbil í gær þegar ökumaður missti bíl sinn út í lausamöl og valt tvær veltur. Hvorki ökumaður né farþegi slösuðust alvarlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert