Skjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg

Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálftahrina mældist um 230 km norður af Melrakkasléttu á Kolbeinseyjarhrygg í dag. Tveir skjálftanna voru um 4 að stærð og sjö yfir 3.

Um 660 jarðskjálftar voru staðsettir vikuna 12.-18. júní samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Stærsti skjálftinn á landinu mældist 3,6 stig þann 12. júní kl. 06:56 með upptök við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Sunnudaginn 18. júní kl. 18:30 mældist skjálfti 3,2 að stærð við suðausturbrún Kötluöskjunnar, upp af Kötlujökli. Tveir skjálftar af stærð 2,6 mældust undir Öræfajökli þann 13. og 16. júní,“ segir á vedur.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert