Náttúruminjasafn fær aðstöðu í Perlunni

Frá undirritun samnings um að Náttúruminjasafn Íslands fái aðstöðu til …
Frá undirritun samnings um að Náttúruminjasafn Íslands fái aðstöðu til sýningarhalds í Perlunni mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag skrifuðu Náttúruminjasafn Íslands og og Perla norðursins undir samning um að safnið fái aðstöðu til sýningarhalds í Perlunni. Fyrirhugað er að sýning Náttúruminjasafns Íslands opni á nýrri annarri hæð Perlunnar í tengslum við 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018.

Náttúruminjasafn Íslands er eitt þriggja höfuðsafna Íslands ásamt Listasafni Íslands og Þjóðminjasafni Íslands og heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hlutverk þess er að varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda  og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi.

Náttúruminjasafnið er afsprengi Hins íslenska náttúrufræðifélags sem stofnað var 16. júlí árið 1889, en bygging náttúrugripasafns í Reykjavík var eitt helsta markmið stofnenda félagsins. Er þetta skref í átt að því.

Undir samninginn skrifuðu Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, og Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins, að viðstöddum Kristjáni Þór Júlíussyni mennta- og menningarmálaráðherra.

Náttúruminjasafnið fær loksins aðstöðu til sýningarhalds.
Náttúruminjasafnið fær loksins aðstöðu til sýningarhalds. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert