Hagstæð verðtryggð lán hækka íbúðaverð

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hagstæð kjör á verðtryggðum lánum eiga þátt í hækkandi fasteignaverði.

„Það er auðveldara að standast greiðslumat á 40 ára verðtryggðu jafngreiðsluláni en á óverðtryggðu láni. Þetta hefur þau áhrif á markaði að fasteignaverð hækkar frekar en ella. Verðið hefði ekki hækkað jafn mikið ef fólk væri almennt að taka óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum,“ segir Jón Bjarki.

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, segir neytendur njóta góðs af aukinni samkeppni á íbúðalánamarkaði. Viðskiptakostnaður neytenda hafi lækkað og frelsi til að skipta milli lánsforma aukist.

Hafa haldið hlutdeild sinni

Samkvæmt nýjum gögnum frá Seðlabanka Íslands stóðu verðtryggð lán til heimila, með veði í íbúð, í 1.208 milljörðum í lok mars. Til samanburðar voru heildarlán til heimila, með veði í íbúð, þá 1.430 milljarðar. Hlutdeild óverðtryggðra lána jókst á tímabili en því skeiði virðist lokið. 6

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert