Kveiktu varðeld í Elliðaárdalnum

Elliðaárdalur er útivistarparadís borgarbúa
Elliðaárdalur er útivistarparadís borgarbúa mbl.is/Styrmir Kári

Lögreglunni barst ábending um tvo menn sem voru búnir að kveikja varðeld við Vatnsveituveg í Elliðaárdal á þriðja tímanum í nótt. Var þeim gert að slökkva eldinn, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maður var handtekinn á heimili í Breiðholti í gærkvöldi grunaður um heimilisofbeldi.  Maðurinn er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Um miðnætti handtók lögreglan mann sem var í mjög annarlegu ástandi í verslun við Engihjalla. Vegna ástands mannsins gistir hann fangageymslu lögreglunnar í nótt.

Tilkynnt var um mann sem var að stela eldsneyti af vinnuvél við Hafravatnsveg um hálf eitt í nótt. Maðurinn fór af vettvangi er sást til hans og ók þá á bifreið mannsins sem kom að honum og lét lögreglu vita. Skráningarnúmer bifreiðar þjófsins náðist á vettvangi og er málið í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert