Búist við eldingum á Norðausturlandi

Veðurstofan segir að gera megi ráð fyrir eldingum á Norðausturlandi …
Veðurstofan segir að gera megi ráð fyrir eldingum á Norðausturlandi í dag. AFP

Búast má við eldingum á Norðausturlandi í dag með skúradembum og jafnvel hagléljum. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands í dag.

Samkvæmt veðurspá í dag er suðlæg eða breytileg átt, 3-8 metrar á sekúndu yfir landinu. Skýjað er að mestu og víða skúrir, einkum síðdegis, en þurrt og bjart að mestu á Austfjörðum. Hiti er á bilinu 8-18°C, hlýjast í innsveitum norðaustantil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert