Allt að 17 stiga hiti á morgun

Svona verður staðan á hádegi á morgun samkvæmt spánni.
Svona verður staðan á hádegi á morgun samkvæmt spánni. Kort/mbl.is

Veðurspár gera ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt með stöku skúrum norðan til en úrkomulitlu í nótt. Hiti verður 8 til 17 stig að deginum á morgun, hlýjast í innsveitum norðaustan til.

Veðrið gengur í suðaustan 8-13 m/s á morgun og rigning með köflum. Hægari breytileg átt á Norðurlandi, skýjað með köflum og síðdegisskúrir en þurrt að mestu á Austurlandi. 

Búist er við allhvassri austanátt syðst á landinu seint annað kvöld og fram á fimmtudagsmorgun. Slíkur vindur getur verið varasamur fyrir farartæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, t.d. húsbíla og hjólhýsi segir á heimasíðu Veðurstofunnar.

Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustlæg eða breytileg átt í nótt og tekur að rigna. Suðaustan 8-13 á morgun og rigning með köflum. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert