Ákærðir fyrir að velta bíl með fólki í

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.
Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir hættubrot með því að hafa í júní í fyrra „af gáska og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi eða heilsu“ tveggja einstaklinga í augljósan háska með því að hafa velt bifreiðs sem einstaklingarnir voru inn í.

Samkvæmt ákæru stóð bifreiðin kyrrstæð þegar mennirnir veltu henni á vinstri hliðina og hlutu þeir sem voru í bifreiðinni líkamstjón vegna veltunnar þó ekki sé greint nánar um hver þau hafi verið.

Byggir ákæran á fjórðu málsgrein í 220. grein almennra hegningarlaga en þar er kveðið á um að sá sem „í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska“ geti sætt fangelsi í allt að fjögur ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert