Sala hafin á EM-bjórnum í Eyjum

Viðar og Guðmunda, foreldrar Margrétar Láru.
Viðar og Guðmunda, foreldrar Margrétar Láru. mbl.is/Ófeigur

Örbrugg­húsið The Brot­h­ers Brewery í Vest­manna­eyj­um hóf í dag sölu á nýj­um EM-bjór. Bjórinn heitir MLV9 til heiðurs Vestamanneyingnum og landsliðskonunni í knattspyrnu, Margréti Láru Viðarsdóttur. 

Eig­end­ur og starfs­menn­ir ölstofunnar ásamt móður Margrétar Láru. Frá vinstri. …
Eig­end­ur og starfs­menn­ir ölstofunnar ásamt móður Margrétar Láru. Frá vinstri. Hann­es Krist­inn Ei­ríks­son, Hlyn­ur Vídó Ólafs­son, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, Jó­hann Ólaf­ur Guðmunds­son og Kjart­an Vídó Ólafs­son. mbl.is/Ófeigur

Það var mikið um dýrðir í Vestmannaeyjum í dag þegar bjórnum var dælt í fyrsta skipti. Foreldrar Margrétar Láru, Viðar Elíasson og Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, tóku við viðurkenningu við tilefnið.

Það var glatt á hjalla.
Það var glatt á hjalla. mbl.is/Ófeigur

„Mar­grét Lára er ekki bara úr Eyj­um held­ur líka bara al­gjört „le­g­end“ [goðsögn] og því til­valið að brugga bjór henni til heiðurs,“ sagði Jó­hann Guðmunds­son, einn eig­enda brugg­húss­ins, við mbl.is fyrr í vikunni.

Bæjarstjórinn læt sig ekki vanta.
Bæjarstjórinn læt sig ekki vanta. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert