80 hælisleitendur fóru í júní

Umsækjendum um hæli fjölgaði mjög á fjögurra mánaða tímabili á …
Umsækjendum um hæli fjölgaði mjög á fjögurra mánaða tímabili á seinnihluta ársins 2016. mbl.is

130 einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í júní og heildarfjöldi umsókna á fyrstu sex mánuðum ársins er 500 en það eru um 80% fleiri umsóknir en bárust á fyrri helmingi síðasta árs (275).

Fjölgunin samanborið við árið 2016, bendir því til þess að umsóknir um alþjóðlega vernd á árinu geti orðið allt að 2000 talsins, jafnvel fleiri, að mati Útlendingastofnunar, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Það mat stofnunarinnar byggist m.a. á þeirri miklu fjölgun umsækjenda sem varð á fjögurra mánaða tímabili á seinnihluta síðasta árs. Fram kemur í upplýsingum Útlendingastofnunar að flestir umsækjendur um vernd í júní voru frá Albaníu, eða 44 og 40 voru frá Georgíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert