Hefja framkvæmdir við meðferðarkjarna

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH), segir útlit fyrir að framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna fyrir Landspítalann geti hafist á næsta ári.

Byggingarkostnaður er áætlaður yfir 30 milljarðar. Við það bætast 1,45 milljarðar í hönnunarkostnað. Heildarkostnaður við meðferðarkjarnann verður því að lágmarki 31,45 milljarðar.

Samhliða uppbyggingu meðferðarkjarnans stendur til að byggja rannsóknarhús vestur af Læknagarði upp á 9 milljarða króna, að því er fram kemur í fréttaskýringu um uppbyggingu á Landspítalalóðinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert