Ræða aukinn hlut lífeyrissjóða í HS Orku

Hlutur íslenskra lífeyrissjóða í HS Orku gæti því orðið 46,1 …
Hlutur íslenskra lífeyrissjóða í HS Orku gæti því orðið 46,1 prósent.

Eignarhlutur lífeyrissjóða í HS Orku á Suðurnesjum gæti aukist um 12,7 prósent en Fagfjárfestasjóðurinn ORK, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, á í samningaviðræðum við Magma Energy Sweden AB vegna skuldabréfs sem félagið gaf út við kaup á hlut í HS Orku.

Stærsta eign sjóðsins er skuldabréf, útgefið af Magma Energy Sweden AB, sem er á lokagjalddaga 16. júlí 2017, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Útgefandi og sjóðurinn eiga í samningaviðræðum um uppgjör skuldabréfsins, þar sem gert er ráð fyrir að Fagfjárfestasjóðurinn ORK yfirtaki hlutabréf í HS Orku hf. sem handveðsett er til tryggingar efndum skuldabréfsins, til samræmis við ákvæði bréfsins. Nema hlutabréfin 12,7 prósenta hlut í HS Orku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert