Furðuflikki í fjörunni

Hræið stóra sem systurnar römbuðu á.
Hræið stóra sem systurnar römbuðu á. Ljósmynd/Sigríður og Dísa Gunnarsdætur

„Mér sýnist þetta ekki vera hvalkyns,“ sagði Sverrir Daníel Halldórsson líffræðingur eftir að hafa séð myndir af stóru flikki í fjöru sem virðist vera einhvers konar afmyndað hræ.

Tvær systur, Sigríður og Dísa Gunnarsdætur frá Eyri við Ingólfsfjörð, komu auga á flikkið í fjörunni við gömlu bryggjurnar, og tóku myndir af þessu „sæskrímsli“.

Hræið virkar í fljótu bragði eins og risastór þófi.
Hræið virkar í fljótu bragði eins og risastór þófi. Ljósmynd/Sigríður og Dísa Gunnarsdætur

„Það er tvennt sem kemur til greina. Annars vegar að þetta sé hákarl en hins vegar að þetta sé afgangur af hval sem hefur lent í skrúfu. Það myndi útskýra þessar reglulegu rákir sem líta út eins og skurðarför. En ég hallast nú frekar að hákarlskenningu,“ segir Sverrir. 

Ekki er unnt að greina hvaða dýr þetta er af …
Ekki er unnt að greina hvaða dýr þetta er af myndunum einum. Ljósmynd/Sigríður og Dísa Gunnarsdætur

Sverrir segir að hákarla reki sjaldan á fjöru, það gerist stöku sinnum og oftast séu það algjörar lufsur. Hann býst ekki við að hræið verði fjarlægt af manna höndum.

„Náttúran sér um þetta, þetta er ekki lengi að hverfa.“

Ljósmynd/Sigríður og Dísa Gunnarsdætur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert