Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Frá stemningunni á Ingólfstorgi í fyrra.
Frá stemningunni á Ingólfstorgi í fyrra. mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg.

Dagskráin hefst klukkan 15.00 með upphitun RÚV fyrir leikinn en auk þess mun Greta Salóme syngja nokkur vel valin lög fyrir gesti torgsins, að því er fram kemur upp í tilkynningu. Segir þar að enn fremur verði boðið upp á andlitsmálun og blöðrur fyrir börn.

„Gera má ráð fyrir góðri stemningu á EM torginu á morgun eftir frækilega frammistöðu stelpnanna okkar gegn Frökkum í opnunarleik liðanna á þriðjudag. Landsmenn eru hvattir til að mæta á EM torgið, sýna stuðning sinn í verki líkt og karlalandsliðinu var sýndur á EM 2016 og upplifa EM stemninguna í miðborginni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert