Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bifreið hjá Vogi nærri Stórhöfða í dag eftir að eldur kom þar upp. Þegar slökkviliðið hafði slökkt eldinn barst útkall vegna elds í álverinu í Straumsvík og fór slökkvibíllinn í útkallið þar sem slökkviliðsmenn töldu sig hafa slökkt eldinn í bifreiðinni.
Þegar fyrsti slökkvibíllinn mætti í Straumsvík kom í ljós að ekki þyrfti á öllu slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að halda. Þá hafði eldur blossað aftur upp í bílnum sem slökkt hafði verið í áður og hélt slökkvibíllinn þangað aftur þar sem nú er unnið að því að slökkva eldinn samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.