Leita manns sem er grunaður um íkveikju

Eldurinn blossaði aftur upp eftir slökkvistörf.
Eldurinn blossaði aftur upp eftir slökkvistörf. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. 

Þetta staðfestir Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu var kallað að bif­reið hjá Vogi eft­ir að eld­ur kom þar upp. Bifreiðin varð alelda og er gjörónýt en einnig kviknaði í annarri bifreið sem stóð við hlið hennar. 

Lögregla veit hver sá grunaði er og vinnur nú í að handsama hann. Hann stakk af frá vettvangi en með hjálp sjónarvotta var fundið út hver hann er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert