Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

Mennirnir eltu lambið kílómetersleið og út í sjó. Samkvæmt eiganda …
Mennirnir eltu lambið kílómetersleið og út í sjó. Samkvæmt eiganda lambsins var það þá orðið þreytt, ruglað og ör­vænt­inga­fullt og lík­lega búið að gef­ast upp Rax / Ragnar Axelsson

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Málið er til meðferðar hjá lögreglustjóranum á Austurlandi. 

Hinn 3. júlí gómuðu ábú­end­ur á Núpi í Beruf­irði níu full­orðna erlenda ferðamenn, þar sem þeir hlupu lambið uppi. 

Áður en mennirnir náðu lambinu eltu þeir það um kíló­metra leið. Að sögn Hreins var lambið orðið þreytt, ruglað og ör­vænt­ingar­fullt og lík­lega búið að gef­ast upp. Menn­irn­ir króuðu lambið af í fjörunni og barst þá leik­ur­inn út í sjó. Þar hafði það enga undan­komu­leið og var hand­samað. Lambið, sem var í eigu Hreins Péturssonar, bónda á Ósi, var því næst skorið á háls.

Málið var kært til lög­reglu og eft­ir að hafa játað sök, borguðu mennirnir fyr­ir tjónið til bónda og sekt í rík­is­sjóð upp á 120.000 krón­ur. Það var einungis fyr­ir brot á eign­ar­spjöll­um, ekki fyrir dýraníð en samkvæmt 6. mgr. 45. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013 sæta brot gegn þeim lögum aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert